
Ný lögreglustöð á Suðurnesjum
Stólpi hefur reist nýja og nútímalega lögreglustöð á Suðurnesjum fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins úr húseiningum. Byggingin er 480 fermetrar að stærð og hýsir fjölbreytt rými, þar á meðal skrifstofur, viðtalsherbergi, eldhús og snyrtingar. Lögð var áhersla á vandað efnisval og hagnýta lausnir sem tryggja þægilegt og öruggt vinnuumhverfi.
























