
Ný lögreglustöð á Suðurnesjum
Stólpi hefur reist nýja og nútímalega lögreglustöð á Suðurnesjum fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins. Byggingin er 480 fermetrar að stærð og hýsir fjölbreytt rými, þar á meðal skrifstofur, viðtalsherbergi, eldhús og snyrtingar. Lögð var áhersla á vandað efnisval og hagnýta lausnir sem tryggja þægilegt og öruggt vinnuumhverfi.

Stólpi flytur í nýtt húsnæði!
Söludeild húseininga, skrifstofur og þjónusta Stólpa eru nú staðsett í nýju, 1.500 fermetra húsnæði við Gullhellu 2 í Hafnarfirði. Athugið að vélsmiðja og kæliþjónusta eru áfram reknar í Sægörðum. Gámasala/leiga okkar er ennþá við Óseyrarbraut en flytur á næstu misserum.HÚSEININGAR
Fjölbreyttar húseiningar til leigu og sölu sem hægt er að útfæra sem vinnubúðir, skrifstofur, skólastofur, gistirými og margt fleira. Hægt að skipuleggja og raða upp á ótal vegu.

Stólpi semur við Landsvirkjun
Landsvirkjun og Stólpi hafa skrifað undir samning um gerð vinnubúða við Hvammsvirkjun. Verkið felur í sér smíði á færanlegum vinnubúðaeiningum og undirstöðum, flutningi, uppsetningu og frágangi á einingum og undirstöðum, ásamt lagningu og tengingu lagna frá vinnubúðaeiningunum að tengipunktum veitustofna á svæðinu.
SÖLUTORG
HRINGRÁSARHAGKERFIÐ
Til sölu eða leigu notaðir gámar í ýmsum útfærslum. Frábær lausn til að auka geymslupláss til lengri eða skemmri tíma.

VAGNAR
Þarftu færanlega kaffiaðstöðu? Við höfum lausnina á því.

GÁMASALA OG LEIGA
Stólpi býður til sölu flestar gerðir og stærðir af notuðum og nýjum gámum, s.s geymslugáma, kæli- og frystigáma, einangraða gáma, fleti og tankgáma.

TJALDSKEMMUR
Sterkar og vandaðar einangraðar seglskemmur sem eru auðveldar í uppsetningu frá Hallgruppen.

GÁMALEIGA OG GEYMSLUSVÆÐI
Ertu að flytja eða þarft þú að geyma búslóð? Viltu hafa nægan tíma við flutninginn? Við erum með lausnina.

TÆKJALEIGA
Bjóðum rakaskiljur, blásara og lofthreinsitæki frá HEYLO til leigu og sölu. Lausnir fyrir þurrkun, rykhreinsun og myglueyðingu á vinnusvæðum.