Húseiningar

Fjölbreyttar húseiningar sem vinnubúðir, skrifstofur og margt fleira. Hægt að skipuleggja og raða upp á ótal vegu.

Hægt er að skoða stærðir og þyngd húseininga hér
Skoða stærðir

Þarftu kaffistofu, skrifstofu, vinnuskúr eða gistirými?

Stólpi Gámar hefur til leigu og sölu gámahús sem henta undir slíkt og eru möguleikar í samsetningu eru nánast óendanlegir. Um allan heim er heilu byggðirnar reistar upp í þessum gáma lausnum.

Stólpi Gámar er samstarfsaðili Containex hér á landi sem er einn helsti framleiðandi gámahúsa í heiminum og hefur yfir 30 ára reynslu. Gámahúsin eru einstaklega vönduð og allur frágangur til fyrirmyndar og mikil reynsla er af notkun þeirra hér á landi. 20 feta grunneiningin, sem er um 14 fm að stærð, er með einni hurð, tveimur gluggum, tveimur ljósum, ofni og rafmagnsinnstungum.

Einnig erum við með 10 feta gámahús sem koma með hurð, einum eða tveimur gluggum, ásamt öðru sem tilheyrir grunneinigu. Möguleiki er á að sérpanta aðrar stærðir. Hægt er að velja um staðsetningu á hurð og gluggum á nýjum gámahúsum.

Einnig er í möguleiki að bæta við hurð eða gluggum. Auðvitað eru húsin einangruð í hólf og gólf og eru í boði ýmsar þykktir af einangrun.

Hér að neðan má sjá 20 feta grunnfleti og nokkrar samlokur (samsettar einingar).

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við huseiningar@stolpigamar.is.

20 feta húseining með WC og mini kitchen

20 feta standard húseining

20 feta standard húseining með svalaeiningu

20 feta XL (6x3m) með salerni og minikitchen.

20 feta standard XL (6x3m)

10 feta standard húseining