Búslóðagámar
Auðveldar flutninginn og gefur þér meiri tíma
Hægt er að sækja um leigu á gámum með því að smella hér
Leigusamningur
Ef þú ert að flytja eða þarft að láta geyma fyrir þig búslóð eða vörur þá erum við með hentugar lausnir fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki.
Við keyrum gáminn heim til þín þar sem þú getur fermt gáminn á þínum forsendum. Við flytjum hann síðan á næsta áfangastað og þú tæmir hann á þínum hraða.
Ef nýja húsnæðið er ekki tilbúið, þá getum við geymt gáminn fyrir þig á geymslusvæði okkar. Einnig er hægt að koma beint til okkar með búslóð/vörur til okkar í geymslu og setja beint í gám á geymslusvæði okkar.
Tvær stærðir búslóðagáma eru í boði: Algengasta stærðin er 20 fet sem rúmar hefðbundna búslóð úr 3-4 herbergja íbúð. Gólfflötur gáms er um 14m2 og stærðin 2,4 x 6 metrar. Þessi gámastærð er auðveldust í flutning og einnig til að koma fyrir í þröngum íbúðagötum. Einnig er í boði 40 feta búslóðagámur sem er með 28m2 gólfflöt og stærðin er 2,4 x 12 metrar.
Fyrir umsókn um gámaleigu, geymslu eða akstur eða til að fá verðtilboð, vinsamlega fylltu út leigusamningsformið og sendu það til okkar. Við verðum í sambandi fljótlega og förum yfir alla þætti með þér.