Búslóðagámar

Auðveldar flutninginn og gefur þér meiri tíma

Hægt er að sækja um leigu á gámum með því að smella hér
Leigusamningur

Ef þú ert að flytja og/eða þarft að láta geyma fyrir þig búslóð/vörur þá erum við með hentugar lausnir fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki.

Við keyrum gáminn heim til þín þar sem þú getur fermt gáminn, við flytjum hann síðan á næsta áfangastað og þú tæmir hann á þínum hraða. Ef nýja húsnæðið er ekki tilbúið þá getum við geymt gáminn fyrir þig á meðan. Einnig er hægt að koma með búslóð/vörur til okkar í geymslu og setja beint í gám á geymslusvæði okkar.

Til að sækja um gámaleigu, geymslu og akstur eða ef þú vilt einfaldlega kanna kostnað þá máttu fylla út leigusamningsformið, senda til okkar og munum við þá vera í sambandi og fara yfir málin með þér.”