Hitastýrðir gámar

Stólpi Gámar bjóða til leigu eða sölu frysti- og kæligáma

Hægt er að sækja um leigu á gámum með því að smella hér
Leigusamningur

Þarft þú að halda köldu eða frostnu, eða jafnvel heitu? Þá höfum við lausnina fyrir þig.

Stólpi Gámar er með til leigu og sölu hitastýrða gáma með val um hitastig á bilinu -25°C til +25°C.

Matvælageirinn getur leitað til okkar með skammtíma geymslu sem og til langtíma, með því að leigja eða jafnvel kaupa gám.
Við höfum mikla reynslu í að leysa þenslutímabil hjá matvælageiranum.

Einnig höfum við reynslu í að leigja nýsköpunarfyrirtækjum kæli/frysti gáma þegar verið er að byggja upp fyrirtæki.

Orkuþörf er á yfirleitt á bilinu 5,8 – 11 kW en það fer eftir stærð gáms, umhverfishita, vænt hitastig í gám, hleðslu í gám o.þ.h.
Venjulega er rafmagnstengill með fjórum pinnum.

Við erum með þrjár stærðir í boði, 10, 20 og 40 feta gáma. Við höfum einnig í boði einangraða gáma í sömu stærðum.

Einnig höfum við uppá að bjóða lása, sjá hér.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafðu samband.