Verkefni

Hér má sjá brot af okkar verkefnum sem við höfum unnið með okkar viðskiptavinum undanfarin ár.

Vogabyggð – leikskóli

Ævintýraborg í Vogabyggð er sex deilda leikskóli sem rúmar 100 börn á aldrinum 1-6 ára. Leikskólinn er um 900 fermetrara að stærð og opnaði í lok desember árið 2022.  

Faxaflóahafnir

Faxaflóahafnir annast móttöku skemmtiferðaskipa í Reykjavík og nágrenni.  Reist var tjaldskemma frá Hallgruppen á Skarfabakka sem var hluti af nýrri farþegamiðstöð. 

Climeworks

Climeworks er svissneskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að fjarlægja koltvísýring (CO₂) úr andrúmsloftinu með beinni loftföngunartækni (DAC).  Byggðar voru vinnubúðir á Hellisheiði fyrir starfsmenn fyrirtækisins.

ÍAV – Vinnubúðir

Stólpi Gámar hefur til fjölda ára verið í nánu samstarfi við ÍAV og byggt fjölda vinnubúða um land allt. Þær hafa verið staðsettar nálægt byggingarstöðum og veitt aðstöðu fyrir hvíld, mat og aðra nauðsynlega þjónustu fyrir starfsfólk.

Issi Fish & Chips

Issi Fish & Chips er veitingastaður staðsettur á Fitjum í Reykjanesbæ, sem sérhæfir sig í ferskum og ljúffengum fish and chips.

Ef þú ert að leita að ljúffengum fish and chips á Íslandi, er Issi Fish & Chips staður sem vert er að heimsækja.

Issi Fish and Chips – sjá nánar

Aðstöðuhús starfsmanna Strætó við Skúlagötu

Um er að ræða 30 fermetra aðstöðuhús starfsmanna úr húseiningum sem reist var í árslok 2023. Húsið er staðsett við skiptistöð Strætó við Skúlagötu 10 og Klapparstíg 1-3.