Skilmálar

SKILMÁLAR GEYMSLU- BÚSLÓÐA- og SKIPAGÁMA ÁSAMT GÁMAHÚSUM

Skilgreining: orðið „gámur” á við alla geymslu-, búslóða- og skipagáma ásamt gámahúsum Stólpa Gáma ehf. nema annað sé tekið fram í skilmálum þessum. Stólpi Gámar ehf. er nefndur leigusali og viðskiptavinur leigutaki.

Almenn ákvæði  

  1. Leigutaki samþykkir ákvæði leigusamnings og skilmála þessa með undirritun á leigusamning og/eða við  greiðslu fyrsta reiknings.  
  2. Undir skilmála þessa falla allir leigusamningar um gáma leigusala, nema um annað sé samið skriflega.  
  3. Leigugjald tekur breytingum skv. vísitölu neysluverðs á hverjum tíma. Grunnvísitala neysluverðs er  gildandi vísitala í þeim mánuði sem leiga hefst.  
  4. Leigutaki skal tilkynna leigusala um aðsetursskipti um leið og þau verða. Sama á við ef breytingar verða  á greiðslukortaupplýsingum greiðslukorts sem lagt er til efnda eða tryggingar á greiðslum skv. Samningi.  

Greiðslufyrirkomulag / endurgreiðsla greiðslutryggingar 

  1. Leigusamningar geta verið ótímabundnir og tímabundnir. Sé leigusamningur tímabundinn ber leigutaka  í öllum tilvikum að standa skil á leigugreiðslum út samningtímann. Ótímabundnum samningum ber að segja upp  í samræmi við grein [.] skilmála þessa.  
  2. Um endurgjald fyrir leigu skal fara eftir gildandi gjaldskrá á hverjum tíma, nema um annað sé samið  sérstaklega. Við gerð leigusamnings og áður en gámur er afhentur skal greiða mánaðarleigu ásamt geymslugjaldi,  greiðslu vegna minnst tveggja akstursleggja og annað er við á, eftir því sem nánar er kveðið á um í samningi,  nema um annað sé samið. Innifalið í leigugjaldi er hefðbundið viðhald sem myndast við eðlilega notkun. Ekki er  innifalin þjónusta vegna viðgerða sem orsakast af óeðlilegu sliti eða slæmri meðferð gáms. Eftir fyrirframgreidda  mánaðarleigu leggst á daggjaldsem innheimt er mánaðarlega, eftir notkun.  
  3. Unnt er að semja um annan greiðslumáta en staðgreiðslu. Sé samið um annan greiðslumáta en  staðgreiðslu veitir leigutaki leigusala heimild til að sækja upplýsingar um leigutaka til Creditinfo í tengslum við  ákvörðunartöku um reikningsiðskipti svo og við eftirlit í tengslum við slík viðskipti. Þær upplýsingar sem kunna  að verða sóttar eru upplýsingar úr vanskilaskrá Creditinfo og lánshæfismat. Leigusala er heimilt að láta Creditinfo  Lánstrausti í té upplýsingar um vanskil. Sé leiga greidd með greiðsluseðlum, í bankakerfi eða samkvæmt  boðgreiðslusamningi þá greiðir leigutaki allan kostnað sem af því hlýst svo sem seðilgjald, rafrænt skráningargjald  o.s.frv.  
  4. Ef ekki er um staðgreiðsluviðskipti að ræða er gjalddagi 1. dagur hvers mánaðar og eindagi 15. hvers  mánaðar. Dráttarvextir reiknast á reikninga sem greiddir eru eftir eindaga í samræmi við 1. mgr. 6. gr. laga nr.  38/2001 um vexti og verðtryggingu. Fáist hins vegar ekki skuldfærsluheimild á greiðslukort skv.  boðgreiðslusamningi er samningur komin í vanskil og reiknast dráttarvextir frá þeim tíma. Komi til innheimtu  greiðir leigutaki innheimtukostnað samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008.  
  5. Leigusali áskilur sér rétt til að loka á reikningsviðskipti án fyrirvara. Eftir það færist leigutaki í  staðgreiðsluviðskipti.  
  6. Ef leigutaki hefur lagt fram greiðslutryggingu, ofgreitt leigu eða ef hann á kröfu á leigutaka vegna  lúkningar leigusamnings, þá mun leigusali endurgreiða leigutaka þá fjármuni innan 30 daga frá síðasta leigudegi. 

Leigutaki mun endurgreiða með því að leggja inn á bankareikning leigutaka. Leigutaki skal senda skriflega  tilkynningu á netfang leigusala um bankaupplýsingar.  

Afhending gáms  

  1. Gámur sem ekki er geymdur á geymslusvæði leigusala telst afhentur um leið og gámurinn er kominn á  bíl til flutnings af geymslusvæðinu.  
  2. Leigutaki skal skoða gám við móttöku og staðfestir með undirritun sinni á leigusamning eða greiðslu  reiknings að hann hafi tekið við honum og fylgihlutum í góðu ásigkomulagi.  
  3. Leigutaki skuldbindur sig til að fara eftir leiðbeiningum framleiðanda um rétta meðferð gáms og viðhafa  eftirlit með honum.  

Aðgangur að gám á geymslusvæði  

  1. Geymsla á gámum á geymslusvæði leigusala er eingöngu fyrir gáma í eigu leigusala nema um annað sé  samið.  
  2. Leigutaki skal senda leigusala ósk um aðgang að gámi á geymslusvæði með sólahrings fyrirvara.  Geymslusvæði leigusala er opið á auglýstum opnunartíma og ber leigutaka að yfirgefa geymslusvæðið korteri  fyrir lok auglýsts tíma. Takmarkandi þættir s.s. veðurfar, bilanir, veikindi og annað geta haft áhrif á opnunartíma.  Ef aðgangur að gám krefst færslu á gám innan geymslusvæðis er leigusala heimilt að krefjast gjalds samkvæmt  gjaldskrá.  
  3. Leigutaki getur veitt þriðja aðila s.s. starfsmönnum, ættingja eða maka aðgangsheimild að gámi á  geymslusvæði leigusala með því að skrá viðkomandi sérstaklega sem notanda gáms. Leigutaki skal gefa upp fullt  nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer notanda þegar hann er skráður auk þess sem koma skal fram hvort  aðgangsheimild notandans sé tímabundin eður ei. Aðgangur skráðs notanda gáms er sá sami og aðgangur  leigutaka.  
  4. Leigusali hefur heimild til þess að skoða ástand gáms og fara inn í gám leigutaka hvenær sem er í því  skyni að ganga úr skugga um að ákvæði samningsins og skilmála þessa séu virt. Leigusali þarf ekki að tilkynna  leigutaka sérstaklega um slíkt eftirlit.  

Umgengni, notkun, framleiga og leyfi  

  1. Leigutaka er skylt að ganga vel og snyrtilega um gám og er óheimilt að breyta gámi, þ.m.t. að bora,  skrúfa, rafsjóða, líma eða negla í gám og setja upp hillur. Óheimilt er að hylja merkingar og númer að mála og  breyta lit gáms.  
  2. Leigutaka er óheimilt að yfirfylla gám með meiri þyngd en framleiðandi þeirra leyfir. Leigutaki þarf að  skorða innihald gáms vel til að fyrirbyggja hrun, hvoru tveggja vegna tilfærslna á geymslusvæði og einnig vegna  flutnings. Leigusali ber ekki ábyrgð á skemmdum á munum vegna tilfærslna á geymslusvæði og flutnings.  Leigutaki er meðvitaður um að tilfærslur gáms á geymslusvæði geta átt sér stað hvenær sem er.  
  3. Leigutaka er skylt að ganga vel og snyrtilega um sameiginlegt rými sé gámur geymdur á geymslusvæði  leigusala. Leigutaka er óheimilt að nota sameiginlegt rými til annars en að komast til og frá gámi. Leigutaka er  óheimilt að skilja eftir rusl eða aðra muni eða vörur fyrir utan geymslugám á geymslusvæði. Leigusali getur rukkað leigutaka um sérstakt gjald komi til slæmrar umgengni eða ólyktar í eða við gám t.d. vegna úrgangs,  skemmda eða annars.  
  1. Leigutaka er óheimilt að framleigja gám að hluta til eða í heild og er einnig óheimilt að framselja réttindi  sín eða skyldur samkvæmt samningi þessum. Leigutaka er jafnframt óheimilt að gefa öðrum en skráðum  notendum gáms upplýsingar um geymslusvæði eða veita þeim með öðrum hætti aðgang að gámi eða  geymslusvæði nema í fylgd leigutaka eða skráðra notenda.  
  2. Ef um hitastýrðan gám er að ræða þarf leigutaki að fylgjast með hitastigi að lágmarki tvisvar á sólarhring  og tilkynna leigusala tafarlaust ef um bilun ræðir.  
  3. Ekki er heimilt að hita upp búslóða- og/eða geymslugáma.  
  4. Sé gámur ekki geymdur á geymslusvæði leigusala ber leigutaka að upplýsa leigusala um breytingar á  staðsetningu gáma á leigutíma. Leigutaka er óheimilt að fara með gám úr landi nema á grundvelli sérstaks  samnings þar um.  
  5. Leigutaki má ekki nota gám á annan hátt en hann er leigður fyrir. Sem dæmi má nefna þá er leigutaka  óheimilt að búa, sofa, hafa tímabundið aðsetur í gám, veita öðrum slíkt leyfi eða nýta gám sem starfsstöð, nema  að um gámahús sé að ræða og að fengnum öllum tilskildum leyfum. Sé gámur geymdur á eða við geymslusvæði  leigusala er í öllum tilvikum óheimilt að stunda hvers konar sölu- eða atvinnustarfsemi frá gám.  
  6. Leigutaka er óheimilt að nota gám þannig að það brjóti í bága við lög eða reglugerðir. Óheimilt er að  losa spilliefni eða annan hættulegan úrgang í eða við gám án samþykkis leigusala. Þá er óheimilt að geyma  eftirfarandi í eða við gám: vél- eða rafknúin ökutæki (nema með sérstöku leyfi), dýr eða lifandi verur af nokkru  tagi þ.m.t. plöntur, hræ eða leifar dauðra dýra eða plantna, matvæli sem geta rotnað eða þarfnast kælingar nema  um sé að ræða hitastýrðan gám, önnur efni sem þarfnast kælingar eða geta rotnað nema um sé að ræða  hitastýrðan gám, eldfim efni af nokkru tagi sbr. m.a. reglugerð um eldfima vökva nr.188/1990, sprengiefni af  nokkru tagi þ.m.t. skotelda sbr. m.a. vopnalög nr.16/1998 og reglugerð um sprengiefni nr. 684/1999, önnur  hættuleg efni s.s. gas, eldsneyti, sýru eða ætandi efni sbr. m.a. framangreind lög og reglugerðir og leiðbeiningar  Brunamálastofnunar Ríkisins nr. H7. BRl efni sem gefa frá sér sterka lykt eða hættulegar gufur, gaskúta,  spreybrúsa, eða aðra hluti sem geta sprungið, rafgeyma, rafhlöður, rafstöðvar eða aðra hluti sem geta framleitt  orku, vopn sem teljast ólögleg skv. ákvæðum vopnalaga nr. 16/1998, efni sem teljast ólögleg eða eftirlitsskyld  skv. ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni nr. 21/1974 og reglugerð um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld  efni nr. 223/2001, önnur varasöm, ólögleg eða hættuleg efni eða hluti, þýfi eða aðra hluti sem aflað hefur verið  með ólögmætum hætti, efni eða hluti sem geta valdið einhverskonar skemmdum á gám eða nærliggjandi  eignum, hluti sem geta valdið hávaða eða einhverskonar truflun á þeirri starfsemi sem fram fer á  geymslusvæðinu.  
  7. Leigutaka bera að afla þar til gerðra leyfa, s.s. stöðuleyfa hjá viðkomandi sveitafélagi og/eða  Bílastæðasjóðs er varðar stöðu og staðsetningu gáma. Ef gámur hefur ekki tilskilin leyfi og er fjarlægður af  yfirvöldum á leigutíma ber leigutaki kostnað við endurheimt gáms.  

Lagfæringar/viðhald  

  1. Leigutaki skal tilkynna leigusala án tafar ef gámurinn þarfnast lagfæringar eða viðhalds, vegna eðlilegs  slits eða notkunar. Leigutaka er óheimilt að annast sjálfur eða versla þjónustu af þriðja aðila vegna slíks viðhalds,  sem er í höndum leigusala. Framangreint hefur ekki áhrif á greiðslu leigugjalds eða annars sem leigutaka ber að  greiða samkvæmt leigusamningi. Leigusali greiðir engar bætur í þeim tilvikum sem að framan greinir, hvorki  vegna vinnutaps né annars. 
  2. Leigutaka ber að tilkynna leigusala um allar aðrar skemmdir og bilanir jafnóðum og þær verða. Viðgerðir  eru almennt í höndum leigusala. Leigutaka er óheimilt að láta fara fram viðgerðir eða breytingar á gámi og  fylgihlutum hans.  
  3. Hafi árekstur, slys eða annað tjónsatvik orðið á gámi skal leigutaki tafarlaust tilkynna um atburðinn til  viðkomandi lögregluyfirvalda og/eða árekstrarþjónustu svo og til leigusala. Þurfi leigusali að sækja eða láta sækja  gám vegna áreksturs, bruna eða annars tjónsatviks ber leigutaki allan kostnað vegna þessa skv. verðskrá leigusala  hverju sinni.  

Lok leigutíma  

  1. Þegar um tímabundna samninga er að ræða gilda þeir til lokadags án uppsagnar.  
  2. Þegar um ótímabundna samninga er að ræða, gilda þeir frá undirritun til enda uppsagnarfrests.  Uppsagnarfrestur er allt að ein vika frá því að uppsögn berst með sannanlegum hætti. Leigutaki skal segja upp  leigusamningi með sannanlegum hætti; skriflega (með tölvupósti á netfangið stolpigamar@stolpigamar.is og að  fenginni staðfestingu á móttöku eða með ábyrgðarbréfi) eða gegnum form á heimasíðu www.stolpigamar.is.  
  3. Leigutaki skal skila gám fyrir lokadag tímabundins leigusamnings eða fyrir lok uppsagnarfrests við  uppsögn ótímabundins leigusamnings. Leigutaki skal skila gámi á geymslusvæði leigusala nema um annað hafi  verið samið. Gámi telst skilað þegar gámur hefur verið tæmdur og kominn í vörslusala.  
  4. Óski leigutaki eftir því að leigusali annist flutning á gámi skal leigutaki greiða fyrir þá þjónustu samkvæmt  gjaldskrá leigusala. Ef leigusali/flutningsaðili er ófær um að sækja gám vegna hindrana/tafa á geymslustað þá ber  leigutaki kostnað af því, bæði vegna daggjalda sem kunna að falla til þar til unnt er að komast að gámi og  viðbótarferða vegna flutnings.  
  5. Skili leigutaki gámi eftir að samningstími rennur út greiðir leigutaki daggjöld skv. verðskrá þar til gámi er  skilað. Leigusala er heimilt að innheimta álag á daggjöld við þessar aðstæður skv. verðskrá nema þar til að gámi  er skilað eða nýr leigusamningur er gerður.  
  6. Leigutaki ber að skila gámi í sama ástandi og hann tók við honum, ásamt öllum fylgihlutum. Leigusala er  heimilt að innheimta gjald vegna viðhalds, þrifa-og/eða förgunar gefist tilefni til vegna ástands gáms við skil. Þá  er leigusala heimilt að innheimta gjald vegna fylgihluta sem ekki fylgja við skil. Hafi leigutaki lagt fram  greiðslutryggingu er leigusala heimilt að ganga að henni vegna slíks kostnaðar.  
  7. Leigutaki samþykkir að greiða leigusala öll útgjöld, sem leigusali verður fyrir ef hann þarf að koma gámi  á geymslusvæði leigusala, hafi gámur verið skilinn eftir eftirlitslaus, án tillits til ástands gáms, vega eða veðurs.  

Ábyrgð  

  1. Leigutaki ber ábyrgð á gámi og skal greiða fyrir skemmdir sem verða á gám, á meðan gámur er á hans  ábyrgð eða í hans umsjá. Leigutaki er einnig ábyrgur vegna tjóns eða slysa sem hann kann að valda á öðrum  gámum, munum eða eigum annarra utan eigin leigugáms, vegna notkunar, meðferðar eða flutnings gámsins á  meðan á leigutíma stendur. Leigutaki skal tilkynna leigusala án tafar um skemmdir.  
  2. Leigusali ber ekki ábyrgð á þeim munum sem eru settir í gám. Það er á ábyrgð leigutaka að tryggja  munina ef hann kýs svo. Leigusali ber enn fremur enga ábyrgð á óbeinu eða afleiddu tjóni s.s. ágóðatapi sem  kann að verða vegna tjóns á hinu geymda. 
  3. Leigutaki getur fengið leigða gámalæsingu hjá leigusala. Leigusali ber undir engum kringumstæðum  ábyrgð á varðveislu lykla. Ef lyklar týnast af gám og það þarf að brjóta upp læsingu þá ber leigutaki allan kostnað  við þá framkvæmd.  
  4. Leigutaki á ekki kröfu á leigusala vegna vanefnda sem orsakast af óviðráðanlegum eða ófyrirsjáanlegum  atvikum sem ekki eru til staðar við samningsgerð, svo sem vinnudeilum, styrjöldum, upprisnum,  náttúruhamförum, aðgerðum stjórnvalda á sviði gjaldeyris- og viðskiptamála, viðskiptabönnum, hafnbönnum,  almennum samgönguhindrunum, orkuskorti og sambærilegum óviðráðanlegum atvikum.  
  5. Leigutaki getur ekki átt neinar kröfur á hendur leigusala sökum þess að vatnslagnir, rafmagnskerfi,  brunavarnir, meindýravarnir, eftirlitsmyndavélar, þjófavarnarkerfi, lekavarnarkerfi eða önnur öryggiskerfi bila  eða virka ekki í samræmi við væntingar leigutaka nema krafan sé til komin vegna vítaverðrar vanrækslu leigusala  á lögbundnum skyldum sínum gagnvart leigutaka.  
  6. Leigutaki er ábyrgur fyrir öllum stöðumælasektum og sektum fyrir umferðarlagabrot vegna gáms. Berist  leigusala sektir vegna gáms er honum heimilt að skuldfæra greiðslukort leigutaka vegna þeirra eða senda  leigutaka reikning.  

Vanefndaúrræði  

  1. Ef leigutaki stendur ekki skil á leigugreiðslum eða vanefnir leigusamning eða skilmála þessa að öðru leyti  er leigusala heimilt að halda eftir fyrirframgreiddri leigu og/eða greiðslutryggingu og nota andvirðið sem greiðslu  vanefnda. 
  2. Ef leigutaki stendur ekki skil á leigugreiðslum eða vanefnir leigusamning eða skilmála þessa að öðru leyti  og sé leigutaki með gám leigusala í sínum vörslum skal leigutaki þá þegar verða við áskorun leigusala um að rýma  gáminn á eigin kostnað og afhenda leigusala gáminn.  
  3. Leigusala er heimilt að rifta samningi án fyrirvara verði veruleg vanefnd af hálfu leigutaka eða brjóti  hann einhverja grein leigusamnings eða skilmála. Sem dæmi má nefna ef leigutaki innir ekki af hendi tilskildar  greiðslur samkvæmt samningi á umsömdum gjalddögum, ef greiðslukort það sem gefið er upp til leigugreiðslu  samkvæmt samningi reynist ógilt, lokað, tilheyri ekki uppgefnu nafni korthafa á samningi eða ef korthafi hafnar  greiðslu, ef leigutaki hlítir ekki að öðru leyti skilyrðum samnings um meðferð á gámi, ef leigutaki veitir ekki  leigusala eða þeim er hann tilgreinir aðgang að gámi sé þess óskað og ef leigutaki flytur eða reynir að flytja gám  úr landi án samþykkis leigusala.  
  4. Þá er leigusala einnig heimilt að rifta samningi án fyrirvara ef bú leigutaka er tekið til gjaldþrotaskipta  eða hann leitar nauðasamninga eða greiðsluaðlögunar við skuldheimtumenn sína eða ef einhverjar þær  breytingar eru gerðar á rekstri eða skipulagi hjá leigutaka sem geta komið í veg fyrir að hann fullnægi  skuldbindingum sínum samkvæmt samningi.  
  5. Uppgjör milli leigusala og leigutaka vegna riftunar samnings fer fram þeim hætti að leigutaki greiðir allar  gjaldfallnar og ógjaldfallnar leigugreiðslur, ásamt dráttarvöxtum, ásamt öllum kostnaði, svo og vegna riftunar  samnings og innheimtuaðgerða, þ.m.t. innheimtu- og málskostnað sem leigusali kann að verða fyrir, ásamt  skaðabóta vegna tjóns, er leigusali kann að verða fyrir vegna þess að samningi er rift fyrir lok leigutíma. Hafi  kröfur leigusala samkvæmt framangreindu ekki verið greiddar innan 15 daga frá því að slík krafa var sett fram,  reiknast á hana dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.  
  6. Afhendi leigutaki leigusala ekki gám í eigu leigusala í kjölfar uppsagnar eða riftunar er leigusala heimilt  að sækja gám á kostnað leigutaka, að undangenginni tilkynningu þar um til leigutaka. 
  7. Leigusali skal eiga haldsrétt í öllum eigum leigutaka sem eru í gámum í eigu leigusala, vegna allra krafna  leigusala á hendur leigutaka. Ef leigusali hyggst beita haldsrétti skal leigusali tilkynna leigutaka það skriflega. Í  tilkynningunni skal gera almenna grein fyrir tilefni viðkomandi aðgerðar ásamt fjárhæð kröfunnar eða samtölu  ef um fleiri kröfur er að ræða. Í haldsrétti felst m.a. að heimilt er að hindra aðgengi leigutaka að gámi og rýma  gáminn og geyma þá hluti sem í gámnum eru á öruggum stað.  
  8. Hafi þrír mánuðir eða meira liðið frá lokum leigutíma, af hvaða ástæðum sem lok leigutíma á sér stað  hvort heldur sem er á grundvelli samnings, uppsagnar eða riftunar, er leigusala heimilt með einhliða aðgerðum  og án atbeina sýslumanns að selja hluti í eigu leigutaka á kostnað leigutaka, enda hafi leigutaki ekki á nokkurn  hátt gert ráðstafanir til að rýma gáminn og sækja hlutina. Ef ekki er unnt að selja hlut eða augljóst er að kostnaður  vegna sölu er meiri en nemur söluverði hans er leigusala við sömu aðstæður heimilt að farga hlut. Andvirði  sölunnar rennur upp í skuld leigutaka. Leigusali ber enga ábyrgð á fjárhagslegum skaða leigutaka vegna þessa.  Nægi andvirði eigna við sölu ekki til að gera upp kröfuna, á leigusali rétt á að fá mismuninn greiddan úr hendi  leigutaka ásamt vöxtum og kostnaði. Verði hins vegar afgangur í kjölfar sölu eigna, eftir að búið er að gera upp  kröfuna eða kröfurnar ásamt vöxtum og kostnaði, skal hann greiddur leigutaka.  
  9. Leigusali skal tilkynna leigutaka fyrirætlan um að leggja hald á eigum leigutaka, sölu og/eða förgun með  minnst tveggja vikna fyrirvara. Fyrirvarinn telst frá sendingu tilkynningar frá leigusala. Tilkynningin skal send á  heimilisfang leigutaka, netfang hans sem ritað eru á leigusamninginn eða heimilisfang sem leigutaki hefur síðar  tilkynnt leigusala um eða á lögheimili leigutaka.  

Eftirlitsmyndavélar og önnur öryggiskerfi  

  1. Leigutaka er kunnugt um og sættir sig við að geymslusvæði er vaktað með eftirlitsmyndavélum.  

Trúnaður  

  1. Gagnkvæmur trúnaður skal ríkja á milli aðila. Leigutaki skal gæta trúnaðar um allt sem hann verður  áskynja um við heimsóknir í gám og/eða geymslusvæði. Á leigutaka hvílir sú skylda að sjá til þess að skráðir  notendur á hans vegum gæti sama trúnaðar gagnvart leigusala og hann sjálfur.  
  2. Leigusali skal gæta trúnaðar um leigutaka og skráða notendur á hans vegum hvaða hluti eða muni  leigutaki eða notendur geyma í gám og hvernig ferðum þeirra í gám/a er háttað. Leigusala skal þó heimilt að  veita lögregluyfirvöldum og dómstólum umbeðnar upplýsingar um leigutaka, skráða notendur, ferðir þeirra og  geymsluhluti gegn formlegri beiðni lögregluyfirvalda eða úrskurði dómstóls þess efnis. Gildir það einnig um  upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Við þær kringumstæður ber leigusala ekki að tilkynna leigutaka um að  upplýsingarnar hafi verið veittar.  

Tilkynningar  

  1. Leigutaka er skylt að tilkynna leigusala skriflega og með sannanlegum hætti um allar breytingar á  upplýsingum um leigutaka sem fram koma í leigusamningi.  
  2. Leigutaki skal gefa leigusala upp heimilisfang, símanúmer og netfang við gerð samnings. Leigusali getur  við sendingu tilkynninga til leigutaka reitt sig á að upplýsingar sem koma fram á undirrituðum leigusamningi séu  réttar. Einnig er leigusala heimilt að senda tilkynningar á lögheimili leigutaka. Kvittun fyrir móttöku tilkynningar  á heimilisfangi skal teljast fullnægjandi sönnun fyrir móttöku hennar þótt annar en leigutaki kvitti fyrir  móttökunni. Sending tilkynningar með tölvupósti á netfang sem leigutaki hefur gefið upp á leigusamning telst  fullnægjandi þótt netfangið sé ekki virkt enda hafi leigusali þrívegis reynt að senda tilkynningu með tölvupósti á  netfangið. Að öðru leyti skal það teljast fullnægjandi sönnun fyrir sendingu tilkynningar leigusala ef símskeyti  eða tilkynning um að ábyrgðarsending (með tilkynningu) bíði á pósthúsi, eru borin út á fyrrgreint heimilisfang.  Einnig ef þriðji aðili, svo sem stefnuvottur eða hraðsendingarþjónusta, vottar að tilkynning hafi verið borin út á heimilisfangið. Efni tilkynningar sem leigusali hefur sent með sannanlegum hætti skal teljast vera það sem  leigusali tiltekur nema leigutaki geti sýnt fram á annað með framvísun viðkomandi tilkynningar.  

Breytingar og forgangsákvæði  

  1. Gildandi skilmálar eru aðgengilegir á slóðinni www.stolpigamar.is/skilmalar.pdf  
  2. Ákvæði sértækra viðskiptaskilmála, samninga, samningsviðauka og samþykktra tilboða skulu ganga  framar þessum skilmálum, rekist þeir á.  

Lög og varnarþing  

  1. Íslensk lög gilda um skilmála þessa, samninga, samningsviðauka og tilboð. Ef ágreiningur kemur upp um  túlkun eða framkvæmd leigusamnings eða skilmála þessa skulu aðilar leggja sig alla fram við að leysa þann  ágreining með samkomulagi. Náist ekki samkomulag skal reka dómsmál vegna ágreiningsins fyrir Héraðsdómi  Reykjavíkur.