Takk fyrir frábærar móttökur á Iðnaðarsýningunni 2025

Við í Stólpa kunnum virkilega að meta hversu margir komu við á básnum okkar B7 á sameiginlegu svæði Styrkás samstæðunnar í Laugardalshöll. Básinn var vel mannaður starfsmönnum Styrkás félaganna og margir samstarfsaðilar lögðu hönd á plóg og er þeim þakkað sérstaklega fyrir frábæra vinnu.
Það var gaman að spjalla, deila hugmyndum og sýna ykkur nýjustu lausnirnar okkar.
Við hlökkum til að hitta ykkur aftur – og ef þið viljið ræða verkefni eða kynna ykkur vörur okkar nánar, endilega hafið samband við okkur!
Prenta: