H 1 110 711

Loftþurrkari AT20

Map marker Gullhellu 2, 221 Hafnarfjörður

size markerRakaþétting ltr/24klst við 20°C og rakastig 60% 19,2

condition markerNýtt og notað

Loftþurrkari AT20

Til á lager Gullhellu 2

Til leigu * *Öll verð eru án VSK og flutnings

Hafa samband

Loftþurrkari AT20

Ísogsþurrkarinn AT 20 hefur samfellt þurrkunarferli þ.e. hann þarf ekki að stöðvast til dæmis til að afhrímast eins og rakaskiljur.

AT 20 hentar við erfiðar aðstæður og til að þurrka upp þröng rými eins og til dæmis lagnastokka og undir innréttingar eftir vatnstjón, barkar eru einfaldlega leiddir til og frá rýminu sem skal þurrka.

AT 20 er ekki viðkæmur fyrir umhverfisrakastigi og hitastigi rýmisins sem skal þurrka, eins og til dæmis hefðbundnar rakaskiljur. Það er vegna þess að byrjað er á því að þurrka og hita loftið sem notað er til þurrkunar.

Loftið sem skal þurrka er sogað inn í tækið og byrjar á því að fara í gegnum þurrkkjarnann og þannig bæði hitnar það og rakastig þess minnkar því er svo blásið inn í rýmið þar sem það tekur aftur í sig raka. Hluti af þessu lofti er leitt í gegnum hitara í tækinu og aftur í gegnum þurrkkjarnann og tekur þannig rakann úr honum sem er svo blásið út úr rýminu.

Þurrkunarferlið heldur þannig áfram þar til ákjósanlegu rakastigi í rýminu er náð.

• Tæki er fyrirferðalítið og yfirbygging úr ryðfríu stáli.
• Mikil þurrkafköst og langur líftími.
• Einfalt í notkun.

Tækniupplýsingar
-Rakaþétting ltr/24klst við 20°C og rakastig 60% 19,2
-Loftflæði þurrlofts (m3/klst) 330
-Loftflæði rakalofts (m3/klst) 60
-Rafmangsspenna (V/Hz) 230/50
-Orkunotkun hámark (kW) 1,2
-Orkunotkun hámark (A) 10
-Stærð (hxbxd) í mm 422x350x410
-Þyngd (kg) 15
-Þvermál barka fyrir þurrt og inntaksloft (mm) 125
-Þvermál barka fyrir rakt loft (mm) 80

Vinsamlegast hafið samband við sölumann  til að fá frekari upplýsingar s. 422-1210 eða sendið tölvupóst á huseiningar@stolpigamar.is

Stólpi Gámar – Húseiningar 

  • Gullhella 2, 221 Hafnafirði
  • Beinn sími: 422-1210, netfang: huseiningar@stolpigamar.is