Stólpi Smiðja

Viðgerðarþjónusta á kælikerfum, gámum og vögnum

Stólpi býður upp á fjölbreytta og faglega viðgerðarþjónustu á sviði kælikerfa, gáma og vagna.

Frá árinu 1988 hafa viðgerðir á gámum og vögnum fyrir skipafélög og verktaka verið mikilvægur hluti af starfsemi fyrirtækisins. Í upphafi var megináherslan lögð á viðgerðir og endurbætur á stálgámum — einkum þurrgámum, opnum gámum og gámafletum. Með árunum hefur þjónustan þróast og nær nú einnig yfir viðgerðir á vögnum og frystigámum.

Til að sinna þessum hluta rekstursins var stofnuð Stólpi Smiðja, sem sérhæfir sig í viðgerðum og þjónustu tengdri gámum og vögnum. Í dag býður Stólpi einnig upp á viðgerðir og almenna þjónustu við öll helstu kæli- og frystikerfi.

Stólpi Trésmiðja

Alhliða trésmíðavinna og viðgerðarþjónusta

Stólpi Smiðja býður upp á alhliða trésmíðavinnu og áratuga sérhæfingu í viðgerðarþjónustu á fasteignum.

Við bjóðum upp á víðtæka þjónustu á sviði byggingarverkefna, stýriverktöku, tjónaþjónustu og þjónustusamninga við fyrirtæki.
Markmið okkar er að tryggja faglega framkvæmd, gæði og áreiðanleika í hverju verkefni.

Skoða bækling

Stólpi Smiðja – Gáma og vagnaviðgerðir

Stólpi Smiðja er til húsa að Sægörðum 15, þar sem fer fram öll vinna tengd viðgerðum á gámum og vögnum, auk breytinga og sérsmíði eftir þörfum viðskiptavina.

Beinn sími: 422-1209
Netfang: stolpismidja@stolpigamar.is

Alkul – Kælikerfaþjónusta

Alkul er til húsa að Sægörðum 15 og sérhæfir sig í viðgerðum og almennri þjónustu á kæli- og frystikerfum.

Fyrirtækið hefur áralanga reynslu og sérhæfingu á sviði kælikerfa, hvort sem um ræðir:

  • Kæli- og frystikerfi í gámum

  • Kælikerfi í vögnum

  • Kæli- og frystikerfi hjá fyrirtækjum

Beinn sími: 777-5999
Netfang: kristinn@alkulehf.is

Stólpi – Trésmíðaverkstæði

Stólpi – Trésmíðaverkstæði er til húsa að Vatnagörðum 16. Þar starfar alhliða trésmíðaverkstæði með áratuga sérhæfingu í viðgerðarþjónustu á fasteignum, meðal annars fyrir tryggingafélög.

Auk hefðbundinnar viðgerðarþjónustu býður Stólpi einnig upp á neyðarþjónustu allan sólarhringinn, með sérhæfingu í:

  • Þurrkun fasteigna eftir vatnstjón

  • Neyðarlokunum, t.d. eftir innbrot eða tjón

Við bjóðum einnig upp á víðtæka þjónustu á sviði byggingarverkefna, stýriverktöku, tjónaþjónustu og þjónustusamninga við fyrirtæki.

Beinn sími: 854-2020
Netfang: tjon@stolpiehf.is