Geymslusvæði

Geymslusvæði í Reykjavík og Hafnarfirði

Hægt er að sækja um leigu á gámum með því að smella hér
Leigusamningur

Notkun flutningagáma sem geymslulausn hefur aukist þónokkuð með hækkandi fasteignaverði. Geymsla í flutningagámum býður upp á fjölmarga kosti, svo sem hagkvæmni, öryggi og sveigjanleika.

Ending flutningagáma er óviðjafnanleg; þeir eru hannaðir til að standast erfið veðurskilyrði og sjávargang árum saman. Þeir eru smíðaðir úr sterku cortan stáli og málaðir með umhverfisvænum efnum sem koma í veg fyrir tæringu. Þykkt stálið og styrkurinn tryggir að gámarnir eru öruggir og auðvelt er að læsa þeim fyrir aukið öryggi. Þar sem hver geymslueining er sér, er áhættan á eldsvoða á milli eininga nær engin.

Gámarnir sem við bjóðum eru allir nýir og sérstaklega framleiddir til geymslu. Þeir eru með 10 loftunarristum fyrir góða loftræstingu og hafa einfaldari gönguhurð með einni slá, sem auðveldar aðgengi samanborið við hefðbundna gáma. Að auki eru gólfin með lokuðu yfirborði til að tryggja þægilega og örugga umgengni.

Öllum gámum fylgir læsingarhús sem gerir innbrot nánast ómögulegt, sérstaklega með réttri gerð af gámalási.

Hafðu samband ef þú vilt frekari upplýsingar – smelltu hér.