Ný lögreglustöð á Suðurnesjum

Í viðtali við Börkur Grímsson forstjóra Stólpa og Þorleifur Björnsson byggingafræðing hjá Glóru í Víkurfréttum er fjallað um lögreglustöðina við Hringbraut í Keflavík sem byggð var með einingabyggingalausn frá Stólpi.
Verkefnið er gott dæmi um hvernig hægt er að byggja hratt – án þess að gefa eftir í gæðum. Ekki er um „gámabyggingu“ að ræða, heldur fullbúið og vandað húsnæði sem uppfyllir kröfur um vinnuaðstöðu, öryggi og endingargæði.
Einingabyggingar geta verið góður valkostur þegar þörf er á skjótum, sveigjanlegum og faglega útfærðum lausnum – hvort sem er fyrir opinbera aðila eða fyrirtæki.  Þorleifur bendir á í viðtalinu að einingabygging geti verið um 30% ódýrari en hefðbundin byggingaraðferð, án þess að dregið sé úr gæðum. Þar að auki sparist mánuðir, jafnvel ár, í framkvæmd.
„Ef þú færð mannvirki í notkun á 12 mánuðum í stað 30, þá er ávinningurinn miklu meiri en byggingarkostnaðurinn einn og sér. Fjármagnskostnaður, skipulag og tíminn sjálfur skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Börkur.
Prenta: