Samstarfsaðilar

Containex – Húseiningar og gámalausnir

Containex er austurrískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og dreifingu á gámaeiningum og færanlegum húseiningum. Með yfir 40 ára reynslu í gámaiðnaðinum hefur fyrirtækið vaxið hratt og býður upp á fjölbreytt úrval af vörum, þar á meðal skrifstofuhúseiningar, hreinlætis- og salerniseiningar, geymslugáma og aðrar sérhæfðar gámaeiningar.
Containex er hluti af WALTER GROUP og hefur um 380 starfsmenn. Árið 2023/2024 náði fyrirtækið 509 milljóna evra veltu. Með yfir 250 dreifingarstaði víðsvegar um Evrópu tryggir Containex hraða og áreiðanlega afhendingu á vörum sínum.
Containex leggur áherslu á sveigjanleika og gæði í framleiðslu sinni, með það að markmiði að mæta þörfum viðskiptavina sinna á sem bestan hátt. Fyrirtækið býður upp á sérsniðnar lausnir fyrir ýmsar atvinnugreinar og aðstæður, allt frá tímabundnum skrifstofum til varanlegra bygginga. Komin er áratuga reynsla á Containex vörur á íslandi og óhætt að segja að þær hafa staðist íslenskar aðstæður.

containex.com

KOMA Modular – Húseiningar

KOMA Modular er tékkneskur framleiðandi á byggingum úr forsmíðuðum einingum. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun, framleiðslu og leigu á vistvænum einingahúsum úr forsmíðuðum efnum.
Þeir bjóða upp á fjölbreyttar lausnir fyrir ýmsa geira, svo sem heilbrigðisþjónustu, veitingarekstur, vinnubúðir, smásölu, ferðaþjónustu, skóla og iðnað, með áherslu á hágæða, hraða og sjálfbærni.
Með yfir 30 ára reynslu hefur KOMA Modular skapað sér nafn sem leiðandi aðili í einingabyggingum á alþjóðamarkaði. Fyrirtækið er leiðandi í framleiðslu á sérhönnuðum lausnum úr forsmíðuðum einingum.

koma-modular.cz

Hallgruppen – einangraðar tjaldskemmur

Hallgruppen er norskt fyrirtæki stofnað árið 2015 og hefur á stuttum tíma vaxið í að verða einn af stærstu verktökum Evrópu á sviði tjalda, skemmna og bygginga. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru staðsettar í Osló, Noregi, og það hefur útibú í 22 löndum, þar á meðal í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Lettlandi, Þýskalandi, Bretlandi, Írlandi og Póllandi, með yfir 200 starfsmenn.
Hallgruppen sérhæfir sig í þróun og afhendingu á bæði tímabundnum og varanlegum tjöldum, skemmum og byggingum. Þeir bjóða upp á sveigjanlegar og nýstárlegar lausnir fyrir bæði opinbera og einkaaðila, sem og stofnanir.
Hallgruppen leggur áherslu á gæði, öryggi og hagkvæmni í öllum sínum verkefnum. Þeir hafa mikla reynslu af stórum og flóknum byggingarverkefnum sem og smærri verkefnum. Með nánu samstarfi við áreiðanlega birgja tryggja þeir afhendingu á hágæða vörum, svo sem einangruðum tjaldskemmum, vinnuskemmum og lagerlausnum.

hallgruppen.com

BOS – Geymslulausnir

BOS gámar eru hágæða geymslugámar frá þýska fyrirtækinu BOS, þekktir fyrir flatpakkakerfi sem gerir þá auðvelda í flutningi og samsetningu. Þeir eru framleiddir úr galvaníseruðu stáli, sem veitir ryðvörn og endingu í krefjandi aðstæðum. Samsetning BOS gáma tekur stutta stund og þarfnast engra verkfæra.

container-bestofsteel.de

Eurowagon DK A/S – Hreyfanlegar vinnueiningar

Eurowagon er danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hreyfanlegum lausnum og starfsmannaaðstöðum. Þeir bjóða upp á fjölbreytt úrval af vögnum og tengdum einingum. Eurowagon framleiða sérsniðna vagna og einingar sem henta í margvíslegum tilgangi s.s. hreyfanleg salerni, sturtur og salernisvagna. Fullbúna færanlega vinnuaðstöðu með svefnherbergi, baðaðstöðu, snyrtingu og eldhúsi. Eurowagon hefur aðsetur í Danmörku og framleiðir vörur sínar í Tékklandi.

eurowagon.net

Heylo – Rakaskiljur og blásarar

Heylo er þýskt fyrirtæki sem framleiðir hágæða rakaskiljur og blásara, hönnuð til að mæta þörfum í byggingariðnaði og viðhaldi. Þessi tæki eru notuð til að þurrka húsnæði eftir vatnstjón, flýta fyrir þurrkun á múr og bæta loftgæði á vinnusvæðum.
Stólpi býður upp á rakaskiljur, blásara og lofthreinsitæki frá Heylo til sölu og leigu.

danthermgroup.com