15.12.2025
Stólpi Smiðja, Alkul og Stólpi Trésmiðja buðu til veglegrar skötuveislu í Sægörðum 15. Í boði var vel kæst skata, tindabikkja og saltfiskur ásamt ljúffengu meðlæti frá Pottinum og Pönnunni.
Heiðursgestur og ræðumaður kvöldsins var hinn geðþekki sjónvarpsmaður Gísli Einarsson, sem skemmti gestum með gamanmál í bundnu og óbundnu máli.
Við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína til okkar kærlega fyrir komuna!






































