Viðgerðir

Frá árinu 1988 gáma og vagnaviðgerðir fyrir skipafélög og verktaka skipað stóran sess í starfsemi Stólpa Gáma.

Í fyrstu var megináherslan lögð á hvers konar viðgerðir og endurbætur á stálgámum. Er þar mest um að ræða viðgerðir á þurrgámum, opnum gámum og gámafletum en síðar hafa viðgerðir á vögnum og frystigámum orðið stór hluti af þjónustunni.

Síðar var Stólpi Smiðja stofnuð til að halda utan um þennan hluta rekstursins. Nú er einnig boðið upp á viðgerðir og almenna þjónustu allra tegunda kæli- og frystikerfa.

Gáma og vagnaviðgerðir

Í Sægörðum 15 er Stólpi Smiðja til húsa þar fara fram allar viðgerðir á gámum og vögnum auk breytinga og sérsmíði.

Kælikerfaþjónusta

Í Sægörðum 15 er Alkul til húsa. Alkul hefur áralanga sérhæfingu í viðgerðum og almennri þjónustu á kæli- og frystikerfum hvort heldur sé um að ræða kerfi í gámum, vögnum eða hjá fyrirtækjum.

Trésmíðaverkstæði

Í Vatnagörðum 16 er Stólpi ehf til húsa. Stólpi ehf er alhliða trésmíðaverkstæði og með áratuga sérhæfingu í viðgerðarþjónustu á fasteignum fyrir tryggingafélög.

Auk viðgerðarþjónustunnar þá er Stólpi einnig með neyðarþjónustu allan sólarhringinn með séræfingu í þurrkun fasteigna eftir vatnstjón og neyðarlokanir t.d. eftir innbrot.

Hjá Stólpa starfa 13 smiðir og er verkstæðið staðsett í Vatnagörðum 16, 104 Reykjavík.