Viðgerðir
Frá árinu 1988 hafa gáma og vagnaviðgerðir fyrir skipafélög og verktaka skipað stóran sess í starfsemi Stólpa Gáma.
Í fyrstu var megináherslan lögð á hvers konar viðgerðir og endurbætur á stálgámum. Mest var um að ræða viðgerðir á þurrgámum, opnum gámum og gámafletum en síðar hafa viðgerðir á vögnum og frystigámum orðið stór hluti af þjónustunni. Síðar var Stólpi Smiðja stofnuð til að halda utan um þennan hluta rekstursins. Nú er einnig í boði viðgerðir og almenna þjónustu allra tegunda kæli- og frystikerfa.