
Þarft þú að halda köldu eða frostnu, eða jafnvel heitu? Þá höfum við lausnina fyrir þig.
Stólpi Gámar er með til leigu og sölu hitastýrða gáma með val um hitastig á bilinu -25°C til +25°C.
Matvælageirinn getur leitað til okkar með skammtíma geymslu sem og til langtíma, með því að leigja eða jafnvel kaupa gám.
Við höfum mikla reynslu í að leysa þenslutímabil hjá matvælageiranum.
Einnig höfum við reynslu í að leigja nýsköpunarfyrirtækjum kæli/frysti gáma þegar verið er að byggja upp fyrirtæki.
Orkuþörf er á yfirleitt á bilinu 5,8 – 11 kW en það fer eftir stærð gáms, umhverfishita, vænt hitastig í gám, hleðslu í gám o.þ.h.
Venjulega er rafmagnstengill með fjórum pinnum.
Við erum með þrjár stærðir í boði, 10, 20 og 40 feta gáma. Við höfum einnig í boði einangraða gáma í sömu stærðum.
Einnig höfum við uppá að bjóða lása, sjá hér.
Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafðu samband.

