Spurt og svarað

Talaðu við Hilmar, Einar eða Kristinn hjá Stólpa Gámum. Þeir vita allt um málið!

Við erum að Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði og síminn er 568 0100. Sjá staðsetningu hér.

Hvort tveggja er í boði. Hægt er að kaupa gáma og fá þá sérmerkta eða málaða í þínum óskalit. Einnig er hægt að leigja gáma til skemmri eða lengri tíma, t.d. undir lager, fyrir árstíðabundnar vörur, fisk- og kjötafurðir, búslóðir og margt fleira.

Við hjá Stólpa Gámum sjáum um að geyma gáminn þinn á vöktuðu svæði.  Í boði er að geyma gáma fyrir utan svæðið fyrir þá sem þurfa að komast í gáma utan opnunartíma.  Auðvitað sækjum við og sendum fyrir vægt verð!

Já, Stólpi Gámar bjóða nú til leigu sérstaka lása á gámana sem falla í sérstakan vasa, en ómöglegt er að komast að lásunum, og það eykur mjög á öryggi og ver innihald þeirra fyrir óboðnum gestum.

Stólpi Gámar eru með til leigu og sölu geymslugáma í stærðunum 6, 8, 10, 20 og 40 fet. Einnig bjóðum við kæli- og frystigáma, einangraða gáma, fleti og tank-gáma í ýmsum stærðum.

Hægt er að raða 11 EURO brettum inn í 20 feta gám en 24 brettum í 40 feta gám, svo dæmi séu tekin.

Það eru gámar sem eru notaðir þegar krafist er ákveðins hitastigs þegar flutningur fer fram. Það eru ýmist kæligámar til að flytja ferskvöru eins og grænmeti eða frystigámar sem t.d. frystur fiskur eða kjöt er flutt í.

Um er að ræða alþjóðlegt mælingakerfi sem notað er um allan heim. Hér á síðunni er að finna mál á helstu gámum í centimetrum – sjá Nokkrar stærðir.

Já, það er einfalt og þægilegt. Stólpi Gámar bjóða staðlaðar gistieiningar til ýmissa nota, t.d sem viðbótar gistirými fyrir ferðarþjónustuaðila, vinnuaðstöðu verktaka á byggingarstað, kaffistofur og margt fleira. Einnig WC gámahús sem koma með öllum tækjum og lögnum og eru tilbúin til notkunar.

Þá hefurðu samband við Stólpa Gáma og við kippum öllu í lag. Hjá okkur starfar hópur vaskra iðnaðarmanna sem kunna tök á járnsmíði, réttingum og málun.  Þeir gera gamla gáminn eins og nýjan.

Stólpi Gámar notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á stolpigamar.is
  • CookieConsent

Decline all Services
Accept all Services